Til baka

Kerling, sjö tinda ferð.

Kerling, sjö tinda ferð.

Hefur þú komið á Kerlingu og hina sex tindana?

 

Brottför kl. 8 á einkabílum og með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Baldvin Stefánsson og fleiri.
Ekið að Finnastöðum og gengið þaðan á Kerlingu hæsta fjall í byggð á Íslandi og síðan norður eftir tindunum; Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu (1213 m) og Ytri-Súlu (1143 m) og niður í Glerárdal. Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun 1440 m.
Verð: 5.000/7.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.

Skráning á www.ffa.is 

Hvenær
laugardagur, júlí 16
Klukkan
08:00-20:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
5.000 kr. / 7.000 kr.