Til baka

Kerling: Sjö tinda ferð

Kerling: Sjö tinda ferð

Ferðafélag Akureyrar

Kerling: Sjö tinda ferð

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23 og með rútu frá bílastæði við Súluveg.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Ekið á einkabílum að bílastæðinu við Súluveg þar sem bílarnir eru skildir eftir. Rúta ekur þátttakendum að Finnastöðum þaðan sem gengið er á Kerlingu 1538 m, hæsta fjall í byggð á Íslandi. Síðan er gengið norður eftir tindunum; Hverfanda 1320 m, Þríklökkum 1360 m, Bónda 1350 m, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu 1213 m, Ytri-Súlu 1143 m og niður í Glerárdal þar sem bílar þátttakenda bíða. Þetta er krefjandi ganga enda merkt fjögurra skóa ferð. Þátttakendur þurfa að vera í góðu gönguformi. Gangan getur tekið 12 klst. en það fer allt eftir hópnum, færð og veðri. Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri og taka með sér gott og orkuríkt nesti til dagsins og nóg af vatni þar sem ekki er víst að vatn sé að finna á leiðinni. Gott að hafa brodda meðferðis.
Vegalengd 20-21 km. Gönguhækkun alls 1800 m.
Verð: 10.000/12.000. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Hvenær
laugardagur, júlí 6
Klukkan
08:00-21:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
10.000/12.000