Til baka

Kertaljósatónleikar í Akureyrarkirkju

Kertaljósatónleikar í Akureyrarkirkju

Kertaljósatónleikar í Akureyrarkirkju Flutt verður hátíðleg og ljúf tónlist.

Verði Ljós!

 

Kertaljósatónleikar í Akureyrarkirkju

 

 

Fyrstu tónleikar Hljómsveitar Akureyrar verða kertaljósatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember kl. 20.Flutt verður hátíðleg og ljúf tónlist og aðgangur er ókeypis. Mörg tónverkanna eru þekktar perlur eins og Canon eftir Pachelbel, Jólakonsert Corellis og ljúfar aríur úr Messiasi.Einnig verður fræga flautuserenaðan "Dans gyðjunnar" úr Orpheo eftir Gluck sem Anna Eyfjörð Eiríksdóttir flytur og svo verður frumflutt nýtt tónverk sem lýsir fyrstu jólum stjórnandans á Akureyri, jólin 1971, og þar á sér stað einvígi sem oft hefur verið háð á tónleikum í kirkjunni við klukkuhringingu.

Einsöngvarar verða Helena Guðlaug Bjarnadóttir sem mun flytja m.a. eina mestu flugeldasýningu í tónum sem til er frá barokktímabilinu. Margrét Árnadóttir sem flytur gullfallega aríu ásamt Guðrúnu Ösp, boðskap sem á ekki síður erindi til okkar á þessum ófriðartímum "Come Unto Him All Ye That Labour, and are Heavy Laden", Guðrún Ösp flytur m.a. friðarboðskap englanna "O Thou that Tellest" og svo Reynir Gunnarsson leiðir okkur úr svartasta myrkri inn í ljósið "For Behold Darkness Shall Cover the Earth" og svo "The People that Walked in Darkness Have Seen a Great Light."

Lokaverkið er hið fræga Adagio eftir Albinoni sem flutt verður í allri sinni dýrð á kirkjuloftinu með orgel Akureyrarkirkju í aðalhlutverki í öllu sínu veldi. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir mun leika á orgelið, píanó og sembal.

Allt tónlistarfólkið er búsett hér á svæðinu og hljómsveitin hefur fengið mjög góðan stuðning frá KEA, Akureyrarbæ, og Tónlistarsjóði.

Aðgangur eru ókeypis, en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem munu renna óskert til Matargjafa á Akureyri.

Stjórnandi er Michael Jón Clarke.

Hvenær
mánudagur, desember 11
Klukkan
20:00-22:00
Verð
Frítt inn