Til baka

Konunglegur fyrirlestur með Guðnýju Ósk Laxdal

Konunglegur fyrirlestur með Guðnýju Ósk Laxdal

Sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar kíkir í tesopa
Verið velkomin í tesopa yfir konunglegum fyrirlestri frá Guðnýju Ósk Laxdal, sérfræðingi í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Hún heldur úti Instagram-reikningnum Royal Icelander þar sem hún deilir fréttum og fróðleik um kóngafólk og skrifaði BA-ritgerð sína um nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar.
 
Í þetta skiptið mun Guðný fjalla um það helsta sem er að frétta í konunglega heiminum. Við förum yfir hvað er nýjasta nýtt í dramanu hjá bresku konungsfjölskyldunni og ræðum hvað Harry og Meghan eru að gera núna. Ræðum líka af hverju það er svona slæmt þarna á milli.
 
Einnig förum við yfir hvað það er sem konungsfjölskyldur gera eiginlega í nútímasamfélagi og berum kannski saman þessa bresku við aðrar konungsfjölskyldur í Evrópu. Af hverju var til dæmis Margrét Danadrottnig að segja af sér en Elísabet Bretadrottnig gerði það aldrei?
 
Boðið verður upp á te, kaffi og eitthvað sætt með!
 
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
Hvenær
laugardagur, febrúar 24
Klukkan
14:00-15:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald