Er jólastússið stressandi? Þá er upplagt að líta við á safninu og hlusta á eða syngja með söngvaskáldinu Svavari Knúti á söngsstund fyrir alla fjölskylduna. Þar verða tekin lög úr ýmsum áttum. Enginn er laglaus sem nýtur tónlistar á annað borð, þó stundum geti fólk verið mis ratvisst á tóninn. Það á þó aldrei að skemma fyrir góðri söngstund og er fátt betra en að syngja og tralla saman, sérstaklega á aðventunni.
Tökum daginn frá og njótum stundarinnar með Svavari Knúti á Minjasafninu. Jólasýningar og notalegheit.
Hvar: Aðalstræti 58 - Minjsafnið
Hvenær: 20. desember kl. 14 - laugardagur
Enginn aðgangseyrir.