Til baka

Krassoff á Hinsegin hátíð

Krassoff á Hinsegin hátíð

Krassoff & dansarar í Hlöðunni-litla garði
Krassoff unnu nýlega "rising star" verðlaunin á Reykjavík Fringe Festival.
Efnið sem verður flutt er væntanleg concept-plata, Hún, sem segir frá sögu Hennar og Hennar sjálfsuppgötvunar/heilunarferli í gegn um tónlist, ljóðlist og dans (O.fl.) með sterkar femíniskar áherslur og einnig út frá hinseginleikanum. Sem sagt persónuleg narratíva en með áherslu á félagsleg öfl og orsakir og hvernig hið innra og ytra tvinnast þannig saman.
Dansarar eru: Ása María Sigrúnardóttir og Diljá Þorbjargardóttir.
 
Um Krassoff:
Krassoff blandar listformum saman í heila upplifun þar sem hún kemur fram í karakter ásamt dönsurum sem gera hreyfingu og sögu laga hennar sjónræna. Sjálf syngur hún og dansar með. Svartir búningarnir byggja á kynjuðum flíkum settum saman á mis-óhefðbundinn hátt, og förðunin á fána tvíkynhneigðra og í leiðinni hugmyndum um kyn og kynhlutverk. Tónlistin er að mestu tilraunakennd, dimm og kröftug raftónlist í popp ívafi, þar sem feminískir textarnir eru hvassir, en röddin mjúk og marglaga. Lögin spiluð saman mynda stærri heild þar sem saga persónunnar Hennar er líka saga svo margra kvenna. Krassoff lofar trylltum töktum bæði í hljóði og hreyfingu!
 
 
UPPLÝSINGAR
Staðsetning: Hlaðan, Litla-Garði á Akureyri
Dagsetning: 21.06.25
Tími: 21:00 (sýningin er tæp klukkustund)
Enginn aðgangseyrir
Sýningin er hluti af Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði SSNE. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.hinseginhatid.is
See less
Hvenær
laugardagur, júní 21
Klukkan
21:00-21:45
Hvar
Hlaðan, litli-bær
Verð
ókeypis