Til baka

Kvöldstund með Sigfúsi Halldórssyni

Kvöldstund með Sigfúsi Halldórssyni

Tónleikar

Tríóið Helga Kvam (píano), Pálmi Óskarsson (söngur) og Þórhildur Örvarsdóttir (söngur) hefur sett saman tónleikadagskrá með þekktustu lögum Sigfúsar Halldórssonar.

Sigfús Halldórsson (1920-1996) var myndlistarmaður að mennt en ávann sér hylli þjóðarinnar um miðja síðustu öld með sönglögum sínum, sem í flutningi hans og annarra hafa orðið órjúfanlegur hluti af menningararfinum. Lög eins og Dagný, Litla flugan og Tondeleyo hafa ómað á öldum ljósvakans um áraraðir.

Á tónleikunum verður fjallað stuttlega um ævi og störf Sigfúsar Halldórssonar og allar hans helstu perlur fluttar.

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
fimmtudagur, júlí 16
Klukkan
20:00
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar

Miðasala á mak.is

Aðgangseyrir 3.500 kr.