Til baka

Lágfreyðandi og einstaklega endingargott

Lágfreyðandi og einstaklega endingargott

Tónleikar
Lágfreyðandi og einstaklega endingargott.
 
Sumt eldist einfaldlega betur en annað, til dæmis íslensk tónlist frá síðustu öld og fólk sem söng fullum hálsi með þeirri tónlist, þá sömu öld, kunni alla textana og helst gítargrip í stíl.
Hvort það gerðist í bláum skugga haustið 75 eða þegar Pétur Jónatansson gekk í eldhúsverkin skiptir ekki öllu, nei sko, ef aðeins þú ert mér hjá!
Söngkonurnar Elvý Hreins, Sigrún Arngríms og Hilda Örvars munu hér leiða saman hesta sína og færa áheyrendum gömlu góðu lögin í brakandi ferskum útsetningum Aðalheiðar Þorsteinsdóttur sem einnig mun spila á píanó. Þeim til fulltingis verða líka þeir Stefán Gunnarsson á bassa og Haukur Pálmason og trommur.
Hvenær
fimmtudagur, október 29
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar

www.graenihatturinn.is