Til baka

Landablanda

Landablanda

Tónleikar með þjóðlögum frá þrettán löndum

Á tónleikunum flytur tónlistarhópurinn Norðangarri sambland af þjóðlögum víða að úr heiminum, m.a. frá Mexíkó, Finnlandi, Belgíu, Færeyjum og Tyrklandi, eða alls 13 löndum.

Nafn tónleikanna er aðeins tvírætt, en auk þess að fjalla stuttlega um hvert þjóðlag verður komið inn á heiti hvers lands „landa“ (heimabruggs), svona til gamans. Áheyrendur fá á tónleikunum áhugaverða mynd af tónlist sem vex úr jarðvegi ólíkra menningarheima og tungumála. Tónlistin endurspeglar fjölbreytileika mannkynsins - og þá dásamlegu fegurð sem fylgir fjölbreytileikanum.

Fram koma Þórður Sigurðarson, Jón Þorsteinn Reynisson og Erla Dóra Vogler. Öll eru þau þekkt fyrir faglegan tónlistarflutning og líflega framkomu.

Hvenær
föstudagur, ágúst 29
Klukkan
22:00-22:45
Hvar
Deiglan, Kaupvangsstræti 23
Verð
Ókeypis