Til baka

Landsleg

Landsleg

Verkin á sýningunni, málverk og vídeó eru unnin síðastliðinn vetur en þá stundaði Björg meistaranám við myndlistardeild háskólans í Portó í Portúgal.

Björg Eiríksdóttir lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017, diploma í myndlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2003 og Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar við myndlist samhliða kennslu myndlistargreina, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta ellefta einkasýning hennar.

Titill sýningarinnar „Landsleg“ er forn mynd hugtaksins landslag og vísar til þess þegar við skynjum umhverfið bara til að skynja og finnum fyrir tengingu við það líkt og þegar við vorum í fullkomnu samræmi við umhverfið sem fóstur í móðurkviði. Þar vöfðust skynjarnirnar hver um aðra og mynduðu mynstur sem fylgir okkur. Að opna fyrir þetta skynsvið er ein leið til að skilja betur að við erum hluti af vistkerfi og erum háð því.

Hugleiðingar styðjast m.a. við:
Guðbjörg Jóhannesdóttir. (2018, 9. 11). Úr legi móður í leg landslags. [Pistill]. RÚV, Vı́ðsjá.
Þorvaldur S. Helgason. (2021, 1. maí). [Viðtal við Sigríði Þorgeirsdóttur]. RÚV, Orðin sem við skiljum ekki: Náttúran hefur alltaf rétt fyrir sér.
Guðbjörg Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. (2011). Endurheimt fegurðarinnar á tímum náttúrunnar. Hugur. 1(23). Sótt 6. júlí af https://timarit.is/page/5696615#page/n90/mode/2up

 

 

Hvenær
24. júlí - 2. ágúst
Klukkan
15:00-17:00
Hvar
Mjólkurbúðin - Salur myndlistarfélagsins
Verð
Enginn aðgangseyrir