Til baka

Le Tableau - Teiknimynd

Le Tableau - Teiknimynd

Franska teiknimyndin Le Tableau

Í tilefni Barnamenningathátíðar á Akureyri býður Listasafnið á Akureyri börnum og ungmennum að sjá teiknimyndina Málverkið / Le Tableau / The Painting.

Þrír mismunandi karakterar búa í ókláruðu málverki: Toupin-arnir, sem finnst þeir vera meiri og betri en aðrir af því þeir eru fullkláraðir, Pafini-arnir sem vantar enn nokkra liti og svo Reuf-arnir sem er bara búið að rissa upp og verið hafnað af þessu samfélagi.

Þegar Toupin-arnir taka völdin og innleiða sína mikilmennsku hneppa þeir í þrældóm alla þá sem virðast öðruvísi. Þá kemur til skjalanna hópur sem samanstendur af einum byltingarsinnuðum Toupina, einum Pafina og einum Reufina. Þeir ákveða að leita uppi málarann og biðja hann að klára verkið til að endurheimta frið og samhljóm…

Með beinum myndvísunum í Modigliani, Picasso, Chagall og Lautrec er þessi fallega mynd afar vel til þess fallin að kynna veröld málverksins fyrir yngstu áhorfendunum.


Takmarka þarf fjölda foreldra og forráðamanna á hverjum viðburði við 20 og virða tveggja metra regluna. Fólk er beðið að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda í hvívetna. Sjá nánar á www.covid.is


Viðburður á Facebook HÉR


Viðburðurinn er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem fer fram í október.

Hvenær
sunnudagur, október 25
Klukkan
15:00-16:30
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir