Lego vinnustofa fyrir börn
Lego vinnustofa fyrir börn á aldrinum 7-14 ára
Lego vinnustofa fyrir börn á aldrinum 7-14 ára.
Fræðsla um loftslagsmál og áhrif loftlagsbreytinga á býflugur.
Hvað getum við gert til þess að hjálpa býflugum að lifa góðu lífi í heimi þar sem loftlagsbreytingar hafa neikvæð áhrif á þær.
Notum ímyndurnaraflið og byggjum betri heim fyrir býflugurnar úr lego kubbum.
* Hluti af fræðslunni er á ensku.
Takmarkað pláss og er því nauðsynlegt að skrá sig. Sendið á eydisk@amtsbok.is
Vinnustofan er unnin út frá hugmyndum Build the Change.
Build the Change snýst allt um að gefa börnum rödd og leyfa þeim að tjá vonir sínar og hugmyndir um betri framtíð.
Börn nota sköpunargáfu sína til að leysa raunverulegar áskoranir með LEGO® kubbum og öðru skapandi efni – og það er allt gert með námi í gegnum leik.
Afrekstur vinnustofunar verður til sýnis á bókasafninu í nokkra daga eftir vinnustofuna.
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.