Til baka

Leiklistarsmiðja á Listasumri (7-10 ára)

Leiklistarsmiðja á Listasumri (7-10 ára)

Spennandi leiklistarsmiðja með Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur.

Í tilefni Listasumars er boðið upp á skemmtilega leiklistarsmiðju þar sem nemendur fá að kynnast grunnatriðum í leiklist, öðlast sjálfstraust og þor auk þess sem leikgleðin verður í fyrirrúmi. Farið verður í æfingar og leiki sem hjálpa til við að auka samvinnu, leikgleði, sköpunargleði og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Þá verður farið í æfingar sem eru grunnur að spuna og nemendum gefnar nokkrar spunasenur til að spreyta sig á.

Kennt verður í Undirheimum í kjallaranum í Hofi sem er kennslusalur Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Kennari er Kolbrún Lilja Guðnadóttir.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 20.-22. júní
Tímasetning: Kl. 10.00- 13.00
Staðsetning: Menningarhúsið Hof, Undirheimar
Skráning: www.sportabler.com
Aldur: Börn fædd 2013-2016
Hámark þátttakenda: 18
Gjald: Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg.
Annað: Fyrirspurnir má senda á lla@mak.is


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri.

Hvenær
20. - 22. júní
Klukkan
10:00-13:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg