Let Me Be Queer
Hinsegin tónlist í Hlöðunni
Hinsegin tónlist, flutt af (að mestu) hinsegin fólki!
Tekin verða fyrir lög sem tengjast LGBTQ+ samfélaginu á einn eða annan hátt. Tónlistarstíllinn er fjölbreyttur í takt við þemað og flutt verða lög bæði á íslensku og ensku.
Flytjendur:
Söngur: Brynjólfur Skúlason og Eden B. Hróa
Hljómborð: Árdís Eva Ármannsdóttir
Gítar: Franz Halldór Eydal
Trommur: Pétur Guðjónsson
Bassi: Snævar Örn Ólafsson
Miðar eru seldir við hurð og kostar 2500kr inn.
ATH! það er ekki posi á staðnum en við tökum við greiðslu með seðlum eða í gegn um Aur.
Góða skemmtun!
Tímasetning:
19. júní kl 20:00
Staðsetning:
Hlaðan, Litla-Garði
Tónleikarnir eru hluti af Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði SSNE. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á
www.hinseginhatid.is