Til baka

Lettneskar prjónahefðir

Lettneskar prjónahefðir

Dagný Hermannsdóttir textílkennari fræðir áhugasama um lettneskar prjónahefðir
Í Lettlandi sköpuðust einstakar hefðir í vettlingaprjóni. Konur lögðu gríðarlegan metnað í að hanna og prjóna einstaka vettlinga og munstrin voru fjölbreytt og mismunandi hefðir sköpuðust milli héraða. Í Lettlandi hafa varðveist ótrúlega fjölbreytt og mörg vettlingamunstur og enn í dag eru vettlingar mikils metnir.
Dagný Hermannsdóttir er textílkennari að mennt og forfallin prjónakona. Hún hefur farið margar prjónaferðir til Lettlands, fyrst til að sækja námskeið og svo einnig sem fararstjóri. Auk þess sem hún kennir lettneskar prjóna aðferðir á námskeiðum.

Dagný ætlar að segja okkur frá vettlingahefðum Letta og sýna myndir. Einnig kemur hún kemur með fjölda vettlinga sem við getum skoðað og handfjatlað.
 
Við bjóðum Dagnýju hjartanlega velkomna á Amtsbókasafnið með lettnesku vettlingana sína!

 

Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.

Hvenær
miðvikudagur, mars 13
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald