Til baka

Líkamsvirðing

Líkamsvirðing

Hópur stúlkna 15-16 ára á vegum FÉLAK setur saman ljósmyndasýningu um líkamsvirðingu.

Hópur stúlkna 15-16 ára á vegum FÉLAK setur saman ljósmyndasýningu um líkamsvirðingu. Þátttakendur eru íbúar Akureyrar á öllum aldri og Linda Ólafsdóttir sá um ljósmyndatöku. Afraksturinn er til sýnis á stóra skjánum á turninum í Sundlaug Akureyrar í tilefni Barnamenningarhátíðar á Akureyri

Vilji stúlknanna er að sýna að líkamar eru alls konar og að sjálfsást og sjálfsvirðing séu mikilvægir þættir í að vera sáttur við sjálfan sig. Mikilvægt er að vinna gegn hugmyndum um útlit og líkama frá samfélaginu og þá sér í lagi samfélagsmiðlum. Sýningarstaðurinn, Sundlaug Akureyrar því þar er fólk alla jafna berskjaldaðra en annars staðar.


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

 

Hvenær
10. - 31. maí
Klukkan
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir í sundlaug
Nánari upplýsingar

Hægt er að sjá sýninguna á opnunartíma sundlaugarinnar. Sjá nánar HÉR