Til baka

List í augsýn - Grímusmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur

List í augsýn - Grímusmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur

Önnur vinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna í Listasafninu á Akureyri.

Í annarri listvinnustofu verkefnisins Allt til enda ætlar barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir að bjóða upp á grímusmiðju. Eitthvað breytist þegar við setjum á okkur grímu, við verðum eitthvað annað, eins og þegar við skoðum/ finnum/ hlustum á list. Skemmtileg grímusmiðja þar sem byrjað verður á að skoða sýningar Listasafnsins og í framhaldinu búa börnin til sínar eigin grímur í anda listaverkanna. Í lok vinnustofunnar setja þátttakendur verkin sín upp á sýningu í Listasafninu á Akureyri sem þau sjálf skipuleggja. Sýningin stendur til 14. mars 2021. 

Aldur: 6-10 ára.
Tímasetning: Kl. 11-13 laugardag og sunnudag.
Staðsetning: Safnfræðslurými Listasafnsins á Akureyri.
Þátttakendur: 12 börn – skráning nauðsynleg.
Skráning: heida@listak.is

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Akureyrarbæ. 

Hvenær
27. - 28. febrúar
Klukkan
11:00-13:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar