Til baka

Listamannaspjall með Brynju Baldursdóttur

Listamannaspjall með Brynju Baldursdóttur

Spjall við listakonuna um sýninguna Sjálfsmynd

Sunnudaginn 12. júlí kl. 15 verður listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri með Brynju Baldursdóttur um sýningu hennar Sjálfsmynd. Hlynur Hallsson safnstjóri ræðir við Brynju um sýninguna og verk hennar.

"Listsköpun mín sprettur upp af viðleitni minni við að myndgera innra landslag mannsins, hið sammannlega og einstaka sem hluta af stærri heild. Sjálfsmyndaserían er sem summa þriggja þátta, líkama, hugar og sálar."

Brynja Baldursdóttir (f. 1964) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1986. Hún stundaði mastersnám við Royal College of Art í Lundúnum 1987-1989 og Ph.D. nám við sama skóla 1989-1993. Brynja hefur sýnt víða hér heima og erlendis. Hennar helstu listform eru bóklist og lágmyndir. Eftir hana liggur fjöldi bókverka, bæði bóklistaverk og hannaðar bækur. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir grafíska bókahönnun ásamt því að vera tilnefnd til Menningarverðlauna DV 1993 fyrir bóklist.

*Viðburðurinn er hluti af Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
sunnudagur, júlí 12
Klukkan
15:00-15:30
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir inn á safnið (frítt fyrir handhafa árskorta)
Nánari upplýsingar

www.listak.is

Aðgangseyrir inn á safnið (frítt fyrir handhafa árskorta)