Til baka

Listamannaspjall með Halldóru Helgadóttur

Listamannaspjall með Halldóru Helgadóttur

Laugardaginn 18. janúar 2020, kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Halldóru Helgadóttur um sýningu hennar Verkafólk. Stjórnandi er Hlynur Hallsson.

Halldóra Helgadóttir (f. 1949) lauk námi í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri 2000 og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði erlendis og innanlands.

Sýningin Verkafólk er í sal 01 í Listasafninu. Á árunum eftir stríð var mikill uppgangur í iðnaði á Akureyri og voru flestir bæjarbúar tengdir verksmiðjunum á Gleráreyrum á einhvern hátt, enda voru þær stærsti vinnuveitandinn í bænum. Starfsemi verksmiðjanna lagðist endanlega af á tíunda áratugnum og var verslunarmiðstöð reist á svæðinu skömmu síðar. Nú er svo komið að það eina sem eftir stendur af þessarri merku sögu er að finna á söfnum bæjarins.

Til heiðurs horfnum tímum og sérstaklega því fólki sem vann á verksmiðjunum er sýningin Verkafólk sett saman, en einnig til að minna á hvað starfsemi verksmiðjanna átti stóra hlutdeild í bæjarlífinu á Akureyri.

Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.

Hvenær
laugardagur, janúar 18
Klukkan
15:00-15:30
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar