Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson gerir hreint fyrir sínum dyrum. Einnig fá gestir möguleika á að spyrja hann spjörunum úr, í óeiginlegri merkingu þó. Líklegt er að umhverfisvitund, náttúruvernd og umhverfisfótspor verði rædd en einnig að málefni eins og egóismi, sýniþörf og hjarðhegðun verði borin upp. Léttar veitingar verða í boði.