Til baka

Listasýning unga fólksins

Listasýning unga fólksins

Ungt og upprennandi listafólk sýnir fjölbreytt verk. Myndlist, grafík og textíll
Í desembermánuði sýna 11 nemendur listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri verk sín í sýningarrými Amtsbóksafnsins á Akureyri. Nemendurnir eru af öllum kynjum, á fjölbreyttum stigum námsins og hvoru tveggja af myndlistar- og textílkjörsviði. Þau ætla að sýna málverk, teikningar, grafík, vefnað, skúlptúra og fleira. Sjón er sögu ríkari!
 
Sýningin stendur út desembermánuð og munu einhver verkanna vera til sölu.
 
Við hlökkum til að taka á móti þessu hugmyndaríka listafólki!
Hvenær
4. - 30. desember
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri