Til baka

Listasýning úr listasmiðju Lundarskóla

Listasýning úr listasmiðju Lundarskóla

Listsýning grunnskólabarna

Eftir að samkomutakmörkunum var létt og létt hefur verið á reglum í skólastarfi hefur smá saman verið hægt að gera meira og leyfa blönduðum hópum að koma saman. Síðustu vikur hafa verið í gangi Listasmiðjur í Lundarskóla fyrir nemendur Lundarskóla í 4. – 6. bekk. Hressir krakkar hafa mætt á föstudögum eftir skóla og unnið að skemmtilegum verkefnum. Stop motion – hreyfimyndagerð, Animation – teiknimyndagerð, kyrralífsmyndir, teiknimyndasögur og klippimyndir eru viðfangsefni smiðjanna sem hófust í febrúar og þeim lauk í lok mars. Þessar listasmiðjur hafa verið valfrjálsar og enginn aðgangseyrir að þeim og eru eingöngu ætlaðar til ánægju.

Þessi sýning er afrakstur hluta af þessarra smiðja.


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
22. apríl - 23. maí
Klukkan
08:00-17:00
Hvar
Öldrunarheimili Akureyrar, Austurbyggð, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir