Til baka

Listsmiðja með Eiríki Arnari

Listsmiðja með Eiríki Arnari

Laugardaginn 18. janúar kl. 13.30 verður Eiríkur Arnar myndlistarmaður með smiðju í Listasafninu.

Eiríkur Arnar Magnússon (f. 1975) nam myndlist í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist 2007. Hefur verið starfandi myndlistarmaður síðan og sýnt með reglulegu millibili hérlendis og erlendis. Hann tók þátt í samsýningu norðlenskra myndlistarmanna Vor í Listasafninu á Akureyri sumarið 2019 og sama ár opnaði hann sýninguna Turnar á svölum Listasafnsins og stendur sú sýning fram í ágúst 2020. Hann leitast við að upphefja gamalt handbragð og gefa því nýjan tilgang í formi skúlptúr-bókverka. Hann segir um verkið: „Ég vildi gefa verkunum fornt yfirbragð og göfga hverfult handbragðið sem maðurinn hefur notað í aldanna rás og byggja því musteri. Bókaturnarnir standa naktir og leyndardómur handverksins, öllum til sýnis.“

Listsmiðjurnar eru styrktar af Uppbyggingarsjóði Eyþings. Þetta er 13. og síðasta smiðjan að þessu sinni. Allir eru velkomnir á smiðjuna þó helsti markhópurinn sé 18-25 ára. Smiðjan stendur frá kl. 13:30-15 á laugardegi. Í smiðjuna geta menn mætt þó þeir hafi enga myndlistarmenntun að baki en einnig geta starfandi myndlistarmenn komið og fengið nýjar hugmyndir og prufað nýjar leiðir í listsköpun. Þar fjallar Eiríkur Arnar um list sína og leiðir þátttakendur inn í það ferli að endurvinna hluti í listsköpun. Allt efni til sköpunar verður á staðnum. Smiðjan fer fram í nýja safnfræðslurýminu á 3. hæð Listasafnsins.
Aðagangur að smiðjunni er ókeypis.

Hvenær
laugardagur, janúar 18
Klukkan
13:30-15:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar