Litir lífs - málunargjörningur
Listamaðurinn málar í augsýn gesta og gangndi í 12 daga gjörning.
Aðalsteinn byrjar með sex dúka hvern í einum lit regnbogans auk eins hálfkláraðs málverks. Á sýningartímanum verða dúkarnir málaðir auk hálfkláraða málverksins. Þatta verður verknaður án frekari undirbúnings. Þarna stendur listamaðurinn fyrir verkinu í augnsjá þeirra sem leið eiga framhjá sýningarsalnum. Er þetta list í sköpun eða er þetta einungis örvæntingarfullur gjörningur afvegaleidds einstaklings? Gjörninginn má sjá í gegnum hina frábæru glugga Mjólkurbúðarinnar dag sem nót og heimsækja þegar listamaðurinn er að störfum. Aðalsteinn býður svo gestum í sýningarslútt sunnudaginn 16. nóvember frá 15.00 - 17.00.
Aðalsteinn Þórsson er fæddur 1964 á Akureyri. 1989 hóf hann nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann lauk MFA námi frá Dutch Artinstitute, ArtEz árið 1998, þá Aki2 í borginni Enchede í Hollandi, Aðalsteinn hefur verið starfandi myndlistamaður síðan. Fyrst í Hollandi en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2016. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, tekið þátt í samsýningum og viðburðum auk þess að vera sýningarstjóri. Aðalsteinn hefur einnig látið að sér kveða í félagsmálum menningarinnar. Megin verkefni hans er þó Einkasafnið, umhverfisverk sem hann starfrækir í gróðurvin í landi Kristness u.þ.b. 10 km. sunnan Akureyrar, auk þess að teikna og mála þegar tími leyfir.