Til baka

Ljóð í Strætó

Ljóð í Strætó

Ljóð eftir nemendur Glerárskóla hanga uppi í strætó.

Í GLERÁRSKÓLA er hefð fyrir því að halda ljóðakeppni í tengslum við árshátíð skólans. Nemendur allra bekkja fá tækifæri til að spreyta sig við ljóðagerðina. Dómnefnd velur bestu ljóðin sem verðlaunuð eru og nú hanga sum þeirra uppi í strætó farþegum til gleði og ánægju. 

Ljóðagerðin fellur vel að einkunnarorðum skólans sem eru HUGUR, HÖND, HEILBRIGÐI. 

Njótið ljóðanna,
nemendur Glerárskóla.


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
16. - 30. apríl
Klukkan
06:30-19:00
Hvar
Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Leiðakerfi Strætó HÉR