Til baka

Ljósin tendruð á jólatrénu

Ljósin tendruð á jólatrénu

Hátíðleg stund á Ráðhústorginu
Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu laugardaginn 29. nóvember þegar ljósin verða tendruð á jólatré bæjarbúa.
 
Hátt og reisulegt grenitré var fundið í bæjarlandinu og komið fyrir á Ráðhústorgi. Fyrir aðventuna 2022 var ákveðið að hætta að flytja jólatré frá danska vinabænum Randers yfir hafið en eftir sem áður verða ljósin á trénu tendruð með kærri kveðju frá vinum Akureyringa í Danmörku. 
 

Dagskráin hefst kl. 16.00 en við hvetjum fólk til þess að mæta tímanlega þar sem Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur mun spila nokkur létt jólalög fyrir gesti áður en dagskrá hefst. Söngkonan Jónína Björt og Hallgrímur Jónas stíga á svið og flytja jólalög, Jóla Lóla og félagar kíkja í heimsókn, Jólasveinarnir mæta á svæðið og gleðja börnin, Barnakórar Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur syngja fyrir gesti.

Erik Vilstrup Lorenzen sendiherra Danmerkur og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri ávarpa gesti og í ár er það hin þriggja ára Amanda Schmidt Jensdóttir sem mun tendra á jólatrénu. Dagskrá lýkur kl. 17 en Jólatorgið verður opið áfram til kl. 18 þar sem söluaðilar í átta skreyttum jólahúsum verða með ýmsan varning til sölu.  

Jólatorgið verður svo opið allar helgar fram til jóla. Opnunartími Jólatorgsins er laugardagar og sunnudagar kl. 15-18. 
Nánari upplýsingar um jólatorgið á Akureyri má finna á www.jolatorg.is 
 
Hvenær
laugardagur, nóvember 29
Klukkan
16:00-17:00
Hvar
Ráðhústorg, Akureyri