Dagskráin hefst kl. 16.00 en við hvetjum fólk til þess að mæta tímanlega þar sem Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur mun spila nokkur létt jólalög fyrir gesti áður en dagskrá hefst. Söngkonan Jónína Björt og Hallgrímur Jónas stíga á svið og flytja jólalög, Jóla Lóla og félagar kíkja í heimsókn, Jólasveinarnir mæta á svæðið og gleðja börnin, Barnakórar Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur syngja fyrir gesti.
Erik Vilstrup Lorenzen sendiherra Danmerkur og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri ávarpa gesti og í ár er það hin þriggja ára Amanda Schmidt Jensdóttir sem mun tendra á jólatrénu. Dagskrá lýkur kl. 17 en Jólatorgið verður opið áfram til kl. 18 þar sem söluaðilar í átta skreyttum jólahúsum verða með ýmsan varning til sölu.