Til baka

Ljósmyndavinnustofa með Siggu Ellu (10-13 ára)

Ljósmyndavinnustofa með Siggu Ellu (10-13 ára)

Spennandi listasmiðja fyrir þá sem hafa áhuga á ljósmyndun.

Í tilefni Listasumars verður boðið upp á ljósmyndavinnustofu í Listasafninu á Akureyri. Dagana 12. - 14. júní mun ljósmyndarinn Sigga Ella Frímannsdóttir bjóða börnum sem áhuga hafa á ljósmyndamiðlinum að skoða Akureyri með auga myndavélarinnar. Öll eru velkomin, jafnt byrjendur sem lengra komnir

Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 12.-14 júní
Tímasetning: Kl. 10.00- 13.00
Staðsetning: Safnfræðslurými Listasafnsins á Akureyri, Kaupvangsstræti 8
Skráning: heida@listak.is
Aldur: 10-13 ára
Hámark þátttakenda: 10
Gjald: Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg.
Annað: Myndavélar á staðnum.


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri.

Hvenær
12. - 14. júní
Klukkan
10:00-13:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg