Til baka

Ljósmyndir og litaflóð

Ljósmyndir og litaflóð

Ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Áskell Þórisson einbeitir sér að nærmyndum í íslenskri náttúru.

Ljósmyndir og litaflóð er heiti sýningar ljósmyndarans og blaðamannsins Áskels Þórissonar. Áskell Þórisson einbeitir sér að nærmyndum í íslenskri náttúru og hann vinnur myndirnar í Photoshop. Óhætt er að segja að Áskell fari ekki troðnar slóðir í myndvinnslunni. Myndirnar eru af ýmsum stærðum en allar eru þær prentaðar á striga sem er stekktur á blindramma.

Áskell er Akureyringur að ætt og uppruna. Hann var m.a. blaðamaður og síðar ritstjóri Dags. Síðar stofnaði hann Bændablaðið fyrir Bændasamtök Íslands og ritstýrði blaðinu um árabil.

 


Viðburðurinn er hluti af Listasumri

 

Hvenær
30. - 31. júlí
Klukkan
13:00-18:00
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir