Til baka

Ljótu Hálfvitarnir

Ljótu Hálfvitarnir

Ljótu Hálfvitarnir enn og aftur á Græna Hattinum.
Sumar hljómsveitir eru sumarhljómsveitir en Ljótu hálfvitarnir eru heilsárshljómsveit. Þess vegna spila þeir á Græna hattinum hver sem árstíðin er, jafnvel þótt það sé hásumar. Og það sem meira er, það hefur engin teljandi áhrif á hvað þeir spila, þeir eru alveg jafn ólíklegir til að spila Summertime blues að vetri til og að sumri til. Mögulega samt aðeins líklegri til að fara úr að ofan á sumrin.
Hvenær
laugardagur, júní 25
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5500