Til baka

Ljótu Hálfvitarnir

Ljótu Hálfvitarnir

Hinir óviðjafnanlegu Ljótu Hálfvitar enn eina ferðina á Græna Hattinum.

Fyrir röð (ó)heppilegra tilviljana ætla Hálfvitar að skunda á Græna hattinn einu sinni enn á þessu ári og ónáða Akureyringa og nærsveitarfólk. Enda uppáhalds tónleikastaðurinn þeirra í öllum heiminum – og hafa þeir þó víða komið, bæði hér á landi og í Færeyjum. Dagsetningarnar sem um ræðir eru 26. og 27. nóvember. Tíu dögum áður verða 15 ár liðin frá tilurð hljómsveitarinnar í þessari mynd. Því verður fagnað með tónlist, gleði, galsa og gömlum bröndurum. Mögulega nýjum. Allt eins og það á að vera – og mjög margt ekki.
Forsalan er hafin á grænihatturinn.is

 

 

Hvenær
föstudagur, janúar 7
Klukkan
21:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4990
Nánari upplýsingar

Heimasíða Græna hattsins HÉR