Til baka

Ljótu Hálfvitarnir

Ljótu Hálfvitarnir

tónlist
„Þetta er ekki búið“ segir í kvæði eftir þjórskáldið og þótt það eigi einkar vel við um þessa bévítans pest sem allir eru löngu búnir að fá nóg af, á það líka við um hið fordæmalausa kombó, Ljótu hálfvitana og Græna hattinn. Þess vegna ætla þeir Ljótu að láta slag standa, stefna ótrauðir áfram veginn og halda tónleika á þeim Græna dagana 8. og 9. janúar. Þar verða leikin lög af nýjustu plötu hálfvitanna, Hótel Edda, í bland við lögin af gömlu plötunum.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30, húsið opnað klukkutíma fyrr.
Miðaverð er 4.900 kr.
Hvenær
laugardagur, janúar 9
Klukkan
20:30-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar

www.graenihatturinn.is