Til baka

Local Food Festival - Matarhátíð

Local Food Festival - Matarhátíð

Norðlenska matarhátíðin Local Food Festival fer fram í Hofi Akureyri 3. október

Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu og verður sýningin hér eftir haldin hér annað hvert ár.

Local Food sýninguna sóttu síðast 15 þúsund gestir og voru yfir 30 fyrirtæki sem kynntu framleiðslu sína. Sýningin endurspeglar hinn mikla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferðaþjónustu og verslun þessu tengd. 

Local Food sýningin er kynningar og sölusýning.

Hvenær
laugardagur, október 3
Klukkan
Hvar
Hof Cultural and Conference Centre, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar