Til baka

Lögin hans Ladda

Lögin hans Ladda

Laddi ásamt stórhljómsveit flytur öll sín vinsælustu lög.

TÓNLEIKAR MEÐ LADDA Á GRÆNA HATTINUM

Lögin sem Laddi hefur samið og sungið í gegnum tíðina skipta tugum ef ekki hundruðum. Lög sem hafa fest sig í sessi í þjóðarsálinni og tengjast minningum um gleði og góða tíma. Hver man ekki eftir lögum á borð við Flikk Flakk, Upp undir Laugarásnum, Gibba Gibb, Búkolla, Súperman Austurstræti og mörgum fleirum.
Hér ætlar Laddi að flytja öll sín þekktustu lög á Græna Hattinum ásamt stórhljómsveit sem sett hefur verið sett saman sérstaklega fyrir þetta tilefni. Um er að ræða einstakan viðburð sem engin ætti að láta framhjá sér fara.

Hljómsveitina skipa ásamt Ladda:

Magni Ásgeirsson: Gítar/Söngur
Summi Hvanndal: Bassi/Söngur
Valur Freyr Halldórsson: Trommur/Söngur
Arnar Tryggvason: Hljómborð/Söngur
Pétur Steinar Hallgrímsson: Gítar/Söngur

Hvenær
föstudagur, nóvember 4
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5900