Til baka

Lokasýningar Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar

Lokasýningar Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar

Unglingastig Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar frumflytur tvö ný íslensk verk í HOFI á Barnamenningarhátíð

Unglingastig Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar frumflytur tvö ný íslensk verk í HOFI á Barnamenningarhátíð 29. apríl í samstarfi við Þjóðleik. Það eru verkin Höfðingjabaráttan eftir unga Akureyringinn Egil Andrason og Ég er frábær eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Höfðingjabaráttan gerist á steinöld og fjallar um Ylla sem á að taka við höfðingjaembætti föður síns en hann langar hins vegar frekar til að verða listamaður. Í verkinu er verið að skoða staðalímyndir og fordóma á grátbroslegan hátt. Ég er frábær segir frá Perlu dóttur Loga nokkurs, en hann heldur úti samnefndu sjálfstyrkingarnámskeiði þar sem ekki er allt með felldu og Perla gerir uppreisn gegn föður sínum.
Verkin sem eru samin sérstaklega fyrir Þjóðleik 2020 hafa verið stytt og aðlöguð fyrir hópana sem flytja þau.
 
Kennari/leikstjóri er Pétur Guðjónsson.
 

Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð.
Hvenær
fimmtudagur, apríl 29
Klukkan
17:30
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir