Til baka

Má bjóða þér poka?

Má bjóða þér poka?

Hversdagslegir hlutir geyma minningar og upplifun okkar. Eitt af því eru pokarnir sem við tókum hugsunarlaust í ýmsum verslunum og hjá þjónustuaðilum. Þeir geta vakið upp minningar um það sem í þá rataði eða heimsóknirnar í búðina.

 Plastpokarnir tóku við hlutverki innkaupanetanna og hafa fylgt okkur fram til þessa dags en verða núna hluti af því sem söfn geyma, þ.e. á meðan þeir geymast yfirleitt. Plast er flókinn hlutur að geyma og þó hann eyðist ekki fljótt úr náttúrunni þá skemmast hlutir úr plasti á tiltölulega skömmum tíma. Hver veit nema að þetta sé í fyrsta og síðasta skiptið sem elstu pokar í varðveislu Minjasafnsins á Akureyri verða sýndir?

Komdu og skoðaðu verslunar- og þjónustusögu Akureyrar í plastpokum, þeir eru komnir á netið. Bókstaflega!

Sýningin er opin alla daga í janúar opið 13-16.

Ræktaðu menninguna og keyptu þér aðgang allt árið 2020 að 5 söfnum á aðeins 2200.
Aðgangur að Minjasafninu á Akureyri, Nonnahúsi, Leikfangahúsinu, Davíðshúsi, Laufási og viðburðum á söfnunum.

Hvenær
17. janúar - 2. febrúar
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar