Til baka

Akureyrarvaka í Hofi - Fögnum afmælisstarfsári!

Akureyrarvaka í Hofi - Fögnum afmælisstarfsári!

Akureyrarvaka í Hofi! Mögnuð dagskrá í tilefni afmælis Akureyrarbæjar.

Það verður líf og fjör hjá okkur í Menningarfélagi Akureyrar í Hofi á Akureyrarvöku, 29. - 30. ágúst. 
Dagskráin hefst með tónleikum á föstudagskvöldinu kl 22:00 í Nausti í Hofi. 

Laugardaginn 30. ágúst verður svo skemmtileg fjölskyldudagskrá í Hofi frá 13:45-17:00 


Tveir stórir viðburðir verða í Hamraborg; Fuglakabarettinn kl 14 og Opnun konfektkassans kl 16.
Fuglakabarettinn er fjörugur og frumlegur kabarett um íslenska fugla. Þar stíga íslenskir fuglar á svið í leik og söng, hver með sína sérstöðu og hljóm. Verkið hefur verið flutt víða um land við miklar vinsældir og ávallt hrifið áhorfendur jafnt unga sem aldna. 
Konfektkassi afmælisstarfsársins verður svo opnaður með pompi og prakt. Afmælisstarfsárið verður kynnt með skemmtilegri kynningu sem höfðar til allra, unga sem aldna.
Söngur, spjall, atriði og fleira og fleira. Þar að auki mun einn heppinn vinna Gullkort Menningarfélagsins í konfektkassanum. Viðburður sem enginn vill missa af. 

Það verður þó mikið fjör um allt í Hofi frá 13:45-17. Tónlistaratriði, listasmiðja, myndataka með leikmunum, veitingar, blöðrur og víkingagjörningur svo eitthvað sé nefnt. 

Dagskrána má sjá á myndinni hér til hliðar en nánari upplýsingar um hvern einasta viðburð má finna á viðburðarsíðu www.mak.is 

Hvenær
29. - 30. ágúst
Klukkan
00:00-17:00
Hvar
Menningarhúsið Hof
Verð
Enginn aðgangseyrir