Til baka

Deep Purple – heiðurstónleikar

Deep Purple – heiðurstónleikar

The Vintage Caravan, ein kraftmesta tónleikasveit landsins, mun flytja mörg af bestu lögum Deep Purple

The Vintage Caravan, ein kraftmesta tónleikasveit landsins, mun flytja mörg af bestu lögum Deep Purple, ásamt Eyþóri Inga og Tómasi Jónssyni í Hamraborg Hofi þann 10. apríl nk.

Deep Purple er talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Þeir eru meðal mest seldu listamanna heimsins og hafa selt yfir 100 milljón plötur á heimsvísu. Hljómsveitin gaf út 23 stúdíóplötur og 11 af þeim komust á Topp 10 á Bretlandseyjum, og 3 alla leið í fyrsta sæti.

Hljómsveitin var tekin inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 2016.

Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar áhrifamiklu hljómsveitar.

Smoke On The Water
Highway Star
Perfect Strangers
Child in Time
Hush
Ofl. ofl

Ekki missa af kraftmiklum tónleikum!

Fytjendur:

The Vintage Caravan

  • Óskar Logi Ágústsson
  • Alexander Örn Númason
  • Stefán Ari Stefánsson

Eyþór Ingi Gunnlaugsson

Tómas Jónsson

 

Umsjón: Dægurflugan ehf.

Hvenær
föstudagur, apríl 10
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Menningarhúsið Hof