Til baka

Ella í Hofi

Ella í Hofi

Tónleikar í Hofi til heiðurs goðsögninni Ellu Fitzgerald.

Eftir þrjá vel heppnaða tónleika í Salnum halda jazzsöngkonur norður á land og slá upp tónleikum í Hofi til heiðurs goðsögninni Ellu Fitzgerald. Tónleikar fara fram föstudaginn 6.október kl.20.00. Miðaverð 7.500 kr. Fram koma söngkonurnar: Rebekka Blöndal, Ragga Gröndal, Kristjana Stefáns, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigrún Erla Grétarsdóttir.

Jazzkvartett Karls Olgeirssonar:
Karl Olgeirsson píanó
Ásgeir Ásgeirsson gítar
Þorgrímur Jónsson kontrabassi
Magnús Tryggvason Eliassen trommur
Sérstakur gestur og kynnir verður Þórhildur Örvarsdóttir tónlistarkona.

Þessu viltu ekki missa af!

Hvenær
föstudagur, október 6
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri