Til baka

Fuglakabarettinn

Fuglakabarettinn

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kynnir:
Fuglakabarettinn

Fjörugur og frumlegur kabarett um íslenska fugla Fuglakabarettinn , einnig þekktur undir heitinu Krunk krunk og dirrendí, er skemmtilegt og hugmyndaríkt tónlistarverk eftir Hjörleif Hjartarson og Daníel Þorsteinsson. Þar stíga íslenskir fuglar á svið í leik og söng, hver með sína sérstöðu og hljóm. Verkið hefur verið flutt víða um land við miklar vinsældir og ávallt hrifið áhorfendur jafnt unga sem aldna.

Um sýninguna:
Í kabarettformi er fuglunum gefið rými til að láta ljós sitt skína – allt frá háværum og grautfúlum sílamáfi til háfleygra krumma. Hjörleifur Hjartarson er sögumaður og kynnir fuglana en tónlist Daníels Þorsteinssonar bindur verkið saman með fjölbreyttum hljómum og stílbrigðum. Lögin eru bæði létt og hnyttin en jafnframt djúp og hugvekjandi – þar sem íslensk náttúra, þjóðtrú og húmor mætast á lifandi hátt.

Flytjendur: Kammersveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Kór Grundarsóknar, Barnakór Akureyrarkirkju

Sögumaður: Hjörleifur Hjartarson.

Hljómsveitarstjóri: Daníel Þorsteinsson.

Viðburðurinn er framlag Menningarfélags Akureyrar til Akureyrarvöku.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Hvenær
laugardagur, ágúst 30
Klukkan
14:00-15:00