Til baka

Hamlet

Hamlet

Listaháskóli Íslands

Útskriftarnemendur leikarabrautar LHÍ takast á við Hamlet, eitt frægasta verk William Shakespeare. Sígildur og stórbrotinn, í senn heimspekilegur og blóði drifinn harmleikur sem settur hefur verið á svið um allan heim og á ótal tungumálum.

Í ár er Listaháskóli Íslands í samstarfi við Þjóðleikhúsið og LA og verður verkið frumsýnt í Samkomuhúsinu þann 19. Maí og önnur frumsýning í Kassanum, Þjóðleikhúsinu þann 25. maí.

„Útskriftarhópur nemenda við leikarabraut LHÍ árið 2022 hefur síðustu þrjú ár sankað að sér þekkingu til að geta iðkað hæfileika sína að magna upp sammannlegar stundir. Af hugrekki og um leið mikilli auðmýkt ráðast þau á garðinn þar sem hann er hæstur. Þau bjóða ykkur, áhorfendur góðir, að taka þátt og tilheyra þar sem leiksýningin Hamlet eftir William Shakespeare er sett á svið. Leikgerðin er löguð að hópnum, þýðingin er gerð af Þórarni Eldjárn og hefur aldrei áður ratað á fjalir leikhússanna.“- Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar.

Útskriftarnemendur leikarabrautar 2022:

Arnar Hauksson
Arnór Björnsson
Elín Sif Halldórsdóttir
Guðrún Kara Ingudóttir
Jökull Smári Jakobsson
Sigurður Ingvarsson
Starkaður Pétursson
Unnur Birna J. Backman
Vigdís Halla Birgisdóttir

Frumsamin tónlist // Jón Sigurður Gunnarsson (Nonni), útskriftarnemi úr skapandi tónlistarmiðlun setti saman tónlistina við Hamlet. Leikhópurinn samdi tónlistina í sameiningu með umsjón Nonna og leikstjóra sýningarinnar.

Aðstandendur:

Leikstjóri og leikgerð // Bergur Þór Ingólfsson
Verkefnastjóri // Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
Leikmynd og búningar // Brynja Björnsdóttir
Tónskáld // Jón Sigurður Gunnarsson
Ljósahönnun // Ólafur Ágúst Stefánsson
Tæknimaður // Gunnar Sigurbjörnsson
Leikmyndasmíði // Reynir Þorsteinsson & Egill Ingibergsson
Aðstoðar-búningahönnun // Guðný Margrét Magnúsdóttir & Fawencha Rosa
Fagstjórarar leikarabrautar // Hannes Óli Ágústsson & Halldóra Geirharðsdóttir

 

 

Hvenær
19. - 21. maí
Klukkan
20:00-22:00