Til baka

Heima um jólin - Friðrik Ómar ásamt gestum

Heima um jólin - Friðrik Ómar ásamt gestum

Friðrik Ómar gestgjafi tónleikanna en hann kemur fram ásamt stórkostlegum gestasöngvurum, hljómsveit Rigg viðburða og raddsveit.

Frá árinu 2015 hafa jólatónleikar Rigg viðburða verið stór partur af aðventunni hjá tónleikagestum í Hofi. Líkt og fyrri ár er Friðrik Ómar gestgjafi tónleikanna en hann kemur fram ásamt stórkostlegum gestasöngvurum, hljómsveit Rigg viðburða og raddsveit.

„Tónleikarnir í ár eru lokatónleikar Heima um jólin. Ég ætla því að kveðja þetta dásamlega verkefni með látum. Allt hefur sinn tíma. Ég vil þakka öllum gestum okkar fyrir dásamlega samveru á aðventu liðinna ára með von um að við sjáumst í jólaskapi í desember í Hofi!”

Forsala á tónleikana verður miðvikudaginn 27. september í gegnum instagram síðu Friðriks Ómars: fromarinn.
Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 28. september kl. 13:00 á mak.is
Miðapantanir fyrir stærri hópa, 30 manns og fleiri sendist á rigg@rigg.is.

Hvenær
laugardagur, desember 9
Klukkan
19:00-21:00
Hvar
Hof Cultural and Conference Centre, Strandgata, Akureyri