Til baka

Hvanndalsbræður 20 ára

Hvanndalsbræður 20 ára

Ótrúlegt en satt en í október fagnar hljómsveitin Hvanndalsbræður 20 ára starfsafmæli sem þýðir líklega að þú lesandi góður ert hugsanlega að verða fjörgamall sjálfur og ættir að nýta hvert tækifæri til að lyfta þér upp !

Hljómsveitin mun fara yfir hinn gæfuríka feril en bræðurnum til stuðnings verður hinn virðulegi Kór eldri borgara á Akureyri “Í fínu formi” undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur og sérstakur kynnir verður okkar eini sanni Sóli Hólm. Menningarhúsið Hof hefur upp á að bjóða gríðarlega tæknimöguleika sem verða nýttir til hins ýtrasta þetta kvöld. Sjón verður sannarlega sögu ríkari. Missið ekki af stórkostlegri skemmtun og fagnið með bræðrunum á þessum merku tímamótum.

Aukatónleikar sama kvöld kl. 22!

Hvenær
laugardagur, október 1
Klukkan
19:00-21:00