Til baka

Í Bach og fyrir: einleikssellósvítur eftir Johann Sebastian Bach

Í Bach og fyrir: einleikssellósvítur eftir Johann Sebastian Bach

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari, leikur allar sex einleikssvítur Johanns Sebastians Bach í tónleikaferðalagi um landið sumarið 2021. Á tónleikum í Hömrum í Hofi hljóma hin innhverfa 2. svíta í d-moll, hin galvaska 3. svíta í C-dúr og hin hetjulega 6. svíta í D-dúr. Sellósvítur Johanns Sebastians Bach eru perlur sellóbókmenntanna og meðal dásamlegustu verka klassískra tónbókmennta. Pablo Casals lýsti þeim sem glitrandi ljóðum í hljómænu formi. Í þessum sex verkum, sem hvert ber sinn eigin brag, tóntegund, og sérstæðu, tekur Bach flytjanda sem og hlustendur í ótrúlegt ferðalag. Þetta ferðalag hefst frá fyrsta einfalda þríhljóminum sem skapar hljóðheim fyrstu svítunnar og leiðir okkur svo í gegnum innhverfu aðra svítuna, opinskáu þriðju svítuna, spámannslegu fjórðu svítuna, tregafullu og dramatísku fimmtu svítuna, og loks, hetjulegu og sigurglöðu sjöttu svítuna. Þessir tónleikar eru styrktir af Tónlistarsjóði.


Hvenær
mánudagur, júní 14
Klukkan
20:00-22:00
Nánari upplýsingar