Til baka

KakóSmakk frá KakóGull

KakóSmakk frá KakóGull

Við hjónin Tinna Sif & Jacob eigum og rekum vefverslunina KakóGull þar sem við bjóðum upp á hreint seremóníu kakó í hæsta gæðaflokki frá hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Gvatemala, Ekvador, Perú, Bólivíu og Bali. Við erum full af innblæstri af þessari ofurfæðu guðanna og öllum þeim ávinningi sem hreina kakóið getur haft á líkama, huga og sál og langar að deila því með fleirum í gegnum þennan skemmtilega viðburð!

KakóSmakk & fræðsla
Þátttakendur fá að bragða á öllum þeim 5 kakótegundum sem í boði eru hjá KakóGull. Það er kakó frá Perú, Bólivíu, Ekvador, Gvatemala og Bali. Þetta er einstök upplifun fyrir öll skynfæri, stund sem súkkulaðiunnendur mega ekki láta framhjá sér fara!

Fyrir þá sem ekki hafa upplifað seremóníukakó áður eða eru súkkulaði aðdáendur þá er þetta kjörið tækifæri til þess að prófa mismunandi kakó sem öll hafa sinn einstaka karakter, bragð og töfra. Stund sem kemur flestum skemmtilega á óvart.

Við hjónin munum fræða þátttakendur um seremóníu kakó, hvaðan það kemur, hvernig vinnslan fer fram, muninn á því og kakódufti, notkun, sögu og fleira.

 

Hvenær
miðvikudagur, desember 8
Klukkan
17:30-19:00
Hvar
BARR Kaffihús, Strandgata, Akureyri