Til baka

Kammerhópurinn Bjargir

Kammerhópurinn Bjargir

VERÐANDI

Tónleikarnir eru hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.

Kammerhópurinn Bjargir er nýr kammerhópur sem samanstendur af tveimur sellóum og fiðlu.  Á tónleikunum mun hópurinn spila allsskonar kammerverk frá hinum ýmsu tímum tónlistarsögunnar og mun hópurinn stikla á stóru þegar kemur að því.

Hópurinn skipa þær:  Helga María Guðmundsdóttir, Rún Árnadóttir og Sólrún Svava Kjartansdóttir. Þær eru allar uppaldar á Akureyri og útskrifuðust allar með framhaldspróf frá Tónlistarskólanum á Akureyri en stunda núna nám við Listaháskóla Íslands.

Kammerhópurinn Bjargir vonast til þess að þessir tónleikar komi á framfæri ungum konum í klassískri tónlist á Norðurlandi. 

Hvenær
fimmtudagur, júní 24
Klukkan
20:00
Verð
1500
Nánari upplýsingar