Flutt verður ný djasstónlist eftir söngkonuna EIK, útsett af henni fyrir mini big band. Tónlistin er sprottin frá mörgum undirstefnum djassins, eins og nordic-djass, rock-djass, modal-djass og hard-bop. EIK er 22 ára söngkona frá Akureyri.
EIK samdi lögin í námi sínu við Listaháskóla Íslands. Tónlistin er einnig útsett af henni fyrir mini big band.
Í mini big bandinu verður tónlistarfólk að norðan.
Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóðnum.
Sala á viðburðinn hefst á nýju ári.