Til baka

Malinche

Malinche

Verðandi

Malinche er holdgervingur þess margræða, þar sem menningarheimar mætast og bræða saman skilning, þekkingu, tengsl og vald svo úr verður dýrðlegur vellingur. „Hvorki sól né snjór, hvorki hér né þar — aðeins þræðir nýrrar sýnar, fléttaðir í rætur sjálfsins.“ Þverfaglegt samtímadansverk þar sem íslensk ull, margbrotin ljósasýning, dulúðleg hljóðmynd og þrír dansarar koma saman.

Malinche er samtímadansverk eftir dansarann og danshöfundinn Yuliönu Palacios. Verkið flytja þrír dansarar og þar sem í íslensk ull er í forgrunni en úr ullinni búa flytjendur til hliðstæðan heim. Með dýrslegum hreyfingum og alltumlykjandi hljóðmynd skapar Malinche torræðan og draumkenndan veruleika þar sem ólíkar skepnur mætast. Markmið verksins er að undirstrika óstjórnlega þörf mannfólksins til að tilheyra hópi, hjörð, liði eða annarskonar mengi sem við leitumst við að skilgreina í sífellu. Malinche verður þannig að einskis manns landi - verkið verður að hinu erlenda í heildstæða skilningi orðsins. Malinche er hin eina sanna útópía, ofin úr ull þar sem allir eru velkomnir óháð uppruna, bakgrunni eða kynþætti. Fyrri hópaskiptingar samfélagsins eru brotnar á bak aftur. Verkið er gert til þess að höfða til samkenndar meðal mannfólksins, sýn sem á sérstaklega vel við í ljósi breyttrar heimsmyndar og stríða sem geysa víða um þessar mundir. 

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóðnum.

Sala á viðburðinn hefst á nýju ári.

Hvenær
föstudagur, júní 12
Klukkan
20:00-22:00