Til baka

Mannakorn 50 ára

Mannakorn 50 ára

Í tilefni af 50 ára afmæli Mannakorna verða stórafmælistónleikar í Hofi 1. nóvember.

Í tilefni af 50 ára afmæli Mannakorna verða stórafmælistónleikar í Hofi 1. nóvember.

Ekkert verður til sparað til að gera upplifun gesta sem mesta og má með sanni segja að hér sé um algjörlega einstakt tækifæri til að sjá Mannakorn á tónleikum, enda kemur hljómsveitin mjög sjaldan fram nú orðið.

Mannakorn hefur sent frá sér ógrynni af slögurum í hálfa öld sem hvert einasta mannsbarn kann og elskar.

Hver man ekki eftir lögum eins og:

Reyndu aftur // Ó þú

Elska þig // Braggablús

Gamli góði vinur // Ég elska þig enn

Sölvi Helgason // Á rauðu ljósi

Einhverstaðar einhvern tímann aftur

Pálma, Magga og Ellen til halds og trausts verður landslið hljóðfæraleikara.

Þetta eru tónleikar sem sannir Mannakorns aðdáendur mega alls ekki láta framhjá sér fara!

Hvenær
föstudagur, nóvember 1
Klukkan
20:30-22:30
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri