Til baka

Maturinn, jörðin og við

Maturinn, jörðin og við

Félagið Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun, og með stuðningi fleiri aðila, efna til ráðstefnu um áskoranir og tækifæri í matvælaframleiðslu, í nútíð og framtíð.

Eins og fram kemur í markmiði ráðstefnunnar verður fjallað um innlenda matvælaframleiðslu frá mörgum sjónarhornum. Efni ráðstefnunnar ætti því að höfða til margra, sér í lagi þeirra sem tengjast matvælaframleiðslu með einum eða öðrum hætti og þeirra sem móta stefnu á því sviði. Einnig til þeirra sem horfa til umhverfis- og loftslagsmála, almennrar samfélagsþróunar og byggða- og atvinnuþróunar um land allt. Þess er vænst að með ráðstefnunni skapist góð yfirsýn með upplýsingum og umræðu um þetta mikilvæga samspil sem getur skipt sköpum til framtíðar.

Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér.

Bakhjarlar ráðstefnunnar eru:
Nettó
Krónan
Hagar
Mjólkursamsalan (MS)
KEA svf.
Kaupfélag Skagfirðinga (KS)
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Búnaðarsamband Eyjafjarðar

Skráning og þátttökugjald:
Í Hofi, matur og te/kaffi-veitingar innifaldar, kr. 20.000 (skráningu lýkur 8. nóvember)
Fyrri dagur (10. nóv.) í streymi, kr. 5.000
Seinni dagur (11. nóv.) í streymi, kr. 5.000

 

Hvenær
10. - 11. nóvember
Klukkan
12:45-15:45
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar

Miðasala HÉR