Til baka

Meiri Púðursykur - Uppistand

Meiri Púðursykur - Uppistand

Björn Bragi, Dóri DNA, Saga Garðars, Jóhann Alfreð og Jón Jónsson mæta með glænýtt uppistand

Björn Bragi, Dóri DNA, Saga Garðars, Jóhann Alfreð og Jón Jónsson mæta með glænýtt uppistand í Samkomuhúsið á Akureyri.

Uppistandið Púðursykur sló rækilega í gegn síðasta vetur og alls mættu tíu þúsund gestir að sjá það. Þar af voru tvær frábærar sýningar í Hamraborg í Hofi. Meiri Púðursykur er glæný sýning sem hefur slegið rækilega í gegn í vetur og hefur nýja sýningin verið sýnd yfir 40 sinnum í Sykursalnum í Reykjavík. Þau Björn Bragi, Dóri DNA, Saga Garðars, Jóhann Alfreð og Jón Jónsson eru í fantaformi og lofa mikilli veislu.

Sýningin er um tvær klukkustundir með hléi.

Hvenær
föstudagur, mars 21
Klukkan
19:00-21:00
Hvar
Samkomuhúsið, Hafnarstræti, Akureyri